Stal uppeldisráði frá Katrínu og Vilhjálmi

Anne Hathaway er annt um að standa sig vel í …
Anne Hathaway er annt um að standa sig vel í foreldrahlutverkinu. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Anne Hathaway er umhugað um að ala son sinn, hinn tveggja ára gamla Jonathan, vel upp. Uppeldisaðferðirnar koma héðan og þaðan, meðal annars frá hertogahjónunum Katrínu og Vilhjálmi. 

„Þau fara niður í hæð barnsins og tala við það með augnsambandi svo að barnið er öruggt,“ sagði leikkonan í viðtali á dögunum samkvæmt Hello. „Mér fannst það mjög flott. Ég byrjaði að gera það við Jonathan.“

Það er ekki óalgengt að sjá myndir af þeim Vilhjálmi og Katrínu sitja á hækjum sér og tala þannig við Georg eða Karlottu. Lúðvík prins er ekki orðinn eins árs og því aðeins of ungur.

Aðferðin er þekkt og stundum kölluð virk hlustun. Vilhjálmur og Katrín eru því ekki neinir frumkvöðlar en hafa þó vakið athygli á aðferðinni eins og kemur vel í ljós í máli Hathaway. 

Katrín hertogaynja og Karlotta prinsessa.
Katrín hertogaynja og Karlotta prinsessa. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert