Jói Fel fermdist um haust með vini sínum

mbl.is/Kristinn Magnússon

Jói Fel gleymir seint sínum eigin fermingardegi og man að hann fékk nóg af peningum í fermingargjöf. Hann segir að fermingarveislur hafi í raun breyst lítið frá því hann fermdist sjálfur en það sé þó alltaf örlítil þróun. Kökurnar séu að breytast og pinnamatur sé vinsæll nú. 

Það er merkilegt hvað fermingarveislur hafa breyst lítið í gegnum tíðina. Við sem eldri erum þekkjum gömlu góðu fermingarveislurnar þar sem borð voru hlaðin kræsingum, heitt og kalt borð eða allt hlaðið í tertum og brauðtertum,“ segir bakarinn og gourmet-kokkurinn Jói Fel, spurður hvernig þróun hafi orðið í fermingarveislum landans.
Kransakökur eru alltaf vinsælar.
Kransakökur eru alltaf vinsælar. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ef farið er í góða veglega veislu í dag er alltaf sagt, „þetta er bara eins og fermingarveisla“. Síðustu ár hefur svo pinnamatur verið vinsæll í fermingarveislum, en alltaf þurfa að vera fermingarkökur í öllum veislum. Það getur verið flókið að panta veitingar í heila veislu og fólk er oft ráðþrota: hvað á að vera mikið af hverju, er þetta nóg af mat eða þarf meira? Þegar fólk undirbýr matinn sjálft heima er því miður oft alltof mikið búið til af öllu og mikið um afganga. Það sama á við með kökurnar eða eftirréttinn, pantaðar eru kökur og svo er oft eitthvað smá heimabakað sem dugar fyrir margar veislur,“ segir hann.

Jói segir að kökurnar hafi breyst mikið í gegnum tíðina.

„Kransakakan er á undanhaldi en hún var í öllum fermingarveislum hér áður fyrr en sem betur fer er alltaf einhverjir sem vilja fá kransakökuna.

Kökurnar í dag eru flest allar með hvítum sykurmassa og fallegum blómum, einfaldar og látlausar. Stílhreinar og glæsilegar, blómin eru hvít sem við svo spreyjum með litum ef þess er óskað, svo er bara að velja sér góða fyllingu. Góður frómas eða súkkulaði-englakakan sem ég er búinn að vera með í yfir 20 ár þykir alltaf góð.“

Jói er 52 ára og þegar hann fermdist var dálítið öðruvísi farið að en tíðkast í dag.

„Þegar ég fermdist var um haustfermingu að ræða og við vorum bara tveir að fermast. Það var ákveðið með stuttum fyrirvara að við skyldum fermast tveir félagarnir. Veislan var haldin heima hjá okkur og það var kökuhlaðborð og auðvitað kransakaka. Ég man ekki mikið hvað ég fékk í fermingargjafir enda orðið svolítið langt síðan. En ég man allavega að peningarnir duguðu fyrir keppnis-utanlandsferð,“ segir hann og hlær.

Hægt er að fá allskonar fyllingar inn í sykurmassatertur.
Hægt er að fá allskonar fyllingar inn í sykurmassatertur. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Pinnamatur nýtur vinsælda.
Pinnamatur nýtur vinsælda. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert