8 leiðir fyrir barnafólk

Leah Outten og eiginmaður hennar hafa unnið vel í hjónabandi ...
Leah Outten og eiginmaður hennar hafa unnið vel í hjónabandi sínu. Hún segir barneignir reyna á sambandið þeirra og ráðleggur öðrum að huga að átta atriðum í hjónabandinu.

Flestir geta verið sammála því að barneignir hafa áhrif á hjónabönd. Fjölmörg ráð eru að finna um hvernig best er að hlúa að hjónabandinu á þessum tíma. Góða grein um efnið skrifar Leah Outten 5 barna móðir nýverið á vefsíðuna Big City Moms.  

Outten fjallar í greininni meðal annars um að hún og eiginmaður hennar hafi nýverið haldið upp á tíu ára brúðkaupsafmæli.  „Hjónabandið okkar hefur staðið af sér fimm börn og hefur í raun og veru aldrei verið betra. Ég verð að viðurkenna að þetta hefur ekki alltaf verið auðvelt. Það tók okkur töluverðan tíma að finna út úr því hvernig best væri að gera hlutina.

Líkamlegt álag á móðurina er mikið og því auðvelt að gleyma líkamlegri nánd í hjónabandinu. Einfalt samtal við maka getur reynt á þegar maður hefur ekki sofið vel um nóttina. Það kostar vinnu og orku að halda sambandi gangandi. Ef pör missa ekki sjónar af því þá munu þau uppskera ást og umhyggju frá hvort öðru. 

Hér eru átta leiðir sem við höfum farið.

Að þekkja ástartungumál hvors annars

Tungumál ástarinnar eru oft og tíðum ólík hjá pörum í samböndum. Ætli maður dragist ekki að þeim sem eru ólíkir manni í eðli sínu? Ég hef komist að því að það sem ég upplifi sem ást er ólíkt maka mínum. Hann er mikið fyrir líkamlega snertingu á meðan ég er meira fyrir gæðastundir og djúpar samræður. Um tíma vorum við bæði vanrækt. Hann á líkamlega sviðinu og ég á hinu andlega. Ég mæli með að taka þetta próf hér til að þú þekkir sjálfan þig og maka þinn betur að þessu leiti. 

Gefið hvort öðru tíma daglega

„Það er nauðsynlegt að gefa hvort öðru tíma og athygli daglega, þó ekki sé nema einvörðungu í nokkrar mínútur áður en þið farið að sofa eða á meðan þið borðið kvöldmatinn. Að vera á sömu síðunni þegar kemur að áætlunum og væntingum er mikilvægt, en einnig til að tengjast tilfinningalega.“ 

Finnið ykkur áhugamál saman

„Það af því sem við þurftum að finna út úr í okkar hjónabandi var hvað við vildum gera á stefnumótum. Eftir tuttugu ár verðum við að finna leið til að halda áfram að vera bestu vinir og finna út hvað við kunnum að meta við hvort annað. Við komumst að því að við elskum bæði að spila borðspil og svo hefur nýverið bæst á listann hjá okkur að fara á kajak saman.“ 

View this post on Instagram

How we chose to celebrate 10 years. Bought us some cheap inflatable kayaks and surrounded ourselves with quiet! So fun and relaxing.

A post shared by Leah Outten (@thegracebond) on May 20, 2017 at 4:48pm PDT

Daðrið við hvort annað

„Daður ætti ekki að hætta eftir að fólk gengur í hjónaband eða verður foreldrar saman. Að knúsast, kyssast og koma við hvort annað heldur ástríðunni gangandi í samböndum. Þó börnum okkar finnist við skrítin þegar við döðrum, þá get ég lofað ykkur að þeim líður betur með þetta en að sjá okkur rífast.“ 

Að sinna sjálfum sér

„Þú getur ekki elskað einhvern ef þinn eigin bolli er tómur. Það sama á við um foreldrahlutverkið. Ég upplifði mikið frelsi í kjölfar þess að lenda á botninum þegar kemur að því að hugsa um mig sjálfa. Allur fókusinn okkar fór á vinnu og börnin í fyrstu. Eftir að hafa upplifað þetta þá fær hvort okkar eitt kvöld í viku frí frá því að vera foreldrar - við nýtum það með því að fara út úr húsi og hitta vini í sitthvoru lagi eða bara að gera það sem okkur langar til hverju sinni.“

Virðing í samskiptum

„Stundum gerir makinn mig brjálaða. Við erum ekki alltaf sammála, en í staðinn fyrir að tala niður til hvors annars þá erum við með opin samskipti og heiðarleg þar sem virðing er höfð í hámæli. Við getum talað út um hlutina og það er rými í sambandinu til að breyta og bæta það hvernig hlutirnir eru gerðir eða sagðir.“

Að bíða með að rífast

„Ég mæli með að maður bíði aðeins ef manni langar að rífast eða ráðast á hinn aðilann. Að taka sér tíma, anda rólega. Það liggur ekkert á að leysa úr hlutunum. Það verndar sambandið ef báðir aðilar reyna að róa sig niður áður en hlutirnir eru ræddir. Þannig kemst maður á þann stað að vera ábyrgur í samskiptum og fullorðinslegri.“

Leitið ráðgjafar ef svo ber undir

„Stundum getur verið alveg vonlaust að breyta hlutunum nema með aðstoð utanaðkomandi aðila. Það er engin skömm fólgin í því að biðja um aðstoð. Í raun er margt af því sem ég nefni hér að framan ráðleggingar til okkar eftir að hafa lent í erfiðleikum eftir fimm ár í hjónabandi. 

Þá vorum við föst í mynstri þar sem við rifumst mikið. Það er raunverulega hægt að breyta samböndum ef vilji er fyrir hendi. 

Að eignast börn reynir mikið á fjölskyldulífið en getur að sama skapi verið svo fallegt. Þess vegna er svo gott að hafa verkfæri að grípa í þegar markmiðið er að byggja upp sterka og hamingjusama fjölskyldu til lengri tíma litið. Þannig eignast maður gott líf og verður jákvæð fyrirmynd fyrir börnin.“

View this post on Instagram

He is risen! Happy Easter from these blessings. (And a dose of reality of trying to get a picture 🤣)

A post shared by Leah Outten (@thegracebond) on Apr 1, 2018 at 12:01pm PDT


 

mbl.is