Umdeildasta stúlkunafn allra tíma

Áströlsk stúlka fékk nafnið KVIIIlyn.
Áströlsk stúlka fékk nafnið KVIIIlyn. mbl.is/Thinkstockphotos

Barnanöfn geta verið umdeild en fá nöfn hafa vakið jafn mikla athygli og nafn sem ástralskir foreldrar gáfu dóttur sinni árið 2016. Fox News greindi frá því fyrir stuttu að enn sé fólk að gagnrýna nafnið á netinu en stúlkan litla heitir Kviiilyn eða KVIIIlyn ef stafirnir eru skrifaðir á þann hátt sem foreldrarnir vilja.  

Sagði móðirin á sínum tíma hafa elskað nafnið Kaitlyn en vegna þess hversu vinsælt nafnið var stakk eiginmaður hennar upp á því að nota töluna átta eða „eight“ í staðinn. Til þess að skrifa nafnið notuðu þau rómversku töluna VIII eða átta enda ekki hægt að nota tölustafi í nafn. 

Fólk hefur kallað foreldrana öllum illum nöfnum og haldið því fram að dóttirin muni breyta nafni sínu þegar hún hefur þroska til. Er líka bent á að Rómverjar til forna hafi ekki sagt „eight“ og því ætti í raun að bera nafnið fram sem „K-octo-lyn“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert