Eitt barn í viðbót og síðan ekki meir

Leikarinn Alec Baldwin setur fjölskylduna í fyrsta sætið. Hann á …
Leikarinn Alec Baldwin setur fjölskylduna í fyrsta sætið. Hann á fimm börn með tveimur konum og segir að eitt barn í viðbót væri ekki vandamál. mbl.is/AFP

Alec Baldwin er á sjötugs aldri en á fjögur börn undir sex ára aldri með eiginkonu sinni Hilaria Baldwin. Hann lét þau orð falla nýverið í þætti hjá Jimmy Fallon að hann væri til í eitt barn í viðbót en síðan þyrfti Hilaria Baldwin að finna sér annan mann ef hún vildi fleiri börn.

Baldwin á dótturina Ireland sem er 23 ára með Kim Basinger. Hann virðist himinlifandi fjölskyldufaðir þessa dagana og segir markmiðið í lífinu að standa sig vel gagnvart fjölskyldunni. Þetta kemur fram m.a. á vefsíðu Daily Mail

mbl.is