Játaði að svindla dóttur sína inn í háskóla

Leikkonan Felicity Huffman mætti svartklædd fyrir dómstóla þar sem hún …
Leikkonan Felicity Huffman mætti svartklædd fyrir dómstóla þar sem hún viðurkenndi að hafa reynt að svinda dóttur sinni inn í háskóla. mbl.is/AFP

Despera­te Hou­sewi­ves-stjarn­an Felicity Huffm­an játaði sekt sína fyrir dómstólum í byrjun vikunnar þar sem hún var ákærð fyrir að taka þátt í svindli til að þess að koma elstu dóttur sinni inn í háskóla. Huffman er ein af 50 manns sem hafa verið ákærð í svindlinu. Þetta er haft eftir fréttaveitu AFP. 

Huffm­an er sökuð um að hafa borgað 15 þúsund Banda­ríkja­dali svo elsta dótt­ir henna stæði sig bet­ur á prófi. Huffm­an er gift Shameless-stjörn­unni William Macey. Macey kom fram á papp­ír­um en var ekki ákærður. Hjón­in ákváðu að nýta sér ekki svindlþjón­ust­una í til­felli næ­stelstu dótt­ur sinn­ar.

Samkvæmt The Hollywood Gossip þá krefjast sækjendur fjögurra mánaða refsivistar fyrir svindlið. Dómur í málinu mun falla seinna í mánuðinum. 

Huffman játaði fyrir framan dómara að dóttir hennar hefði verið að hitta taugasálfræðing frá því hún var átta ára að aldri og hafði fengið aukatíma í prófum frá ellefu ára aldri. 

Hún viðurkenndi fyrir dómnum að hvorki dóttir hennar né sálfræðingurinn hefði vitað af því að hún væri að framkvæma þetta svindl til að koma henni að í skóla. 

Það virtist taka verulega á leikkonuna að viðurkenna sekt sína og sýndi hún iðrun fyrir dómstólum. 

8. apríl á þessu ári kom fram erindi frá Huffman þess efnis að hún tæki fulla ábyrgð á gjörðum sínum. 

Eins og áður hefur komið fram voru fleiri foreldrar í Bandaríkjunum sem gerðu það sama og Huffman. Skól­arn­ir sem börn­in komust inn í voru fín­ir og virt­ir há­skól­ar á borð við Yale, Stan­ford, Geor­get­own og Uni­versity of Sout­hern Cali­fornia. 

Rík­ir for­eldr­ar í Banda­ríkj­un­um borguðu góðgerðar­stofn­un sem William Rick Sin­ger fór fyr­ir sam­tals 25 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala til þess að bæta ein­kunn­ir barna sinna með því að láta ein­hvern ann­an taka próf­in eða breyta ein­kunn­um þeirra. 

Einnig var þjálf­ur­um mútað til þess að koma börn­um þeirra inn sem íþrótta­mönn­um þrátt fyr­ir að vera ekki nógu góð í íþrótt­um. Sigl­ingaþjálf­ari Stan­ford-há­skól­ans eru sagður hafa tekið við 200 til 400 þúsund Banda­ríkja­döl­um fyr­ir að taka við nem­end­um inn í íþróttaliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert