Kom dóttur sinni inn í háskóla með svindli

Felicity Huffman og William H. Macy.
Felicity Huffman og William H. Macy. mbl.is/AFP

Desperate Housewives-stjarnan Felicity Huffman var látin laus í gær gegn tryggingu eftir hafa verið ákærð fyrir að taka þátt í svindli til þess að koma elstu dóttur sinni inn í fínan háskóla. Huffman var ein af 50 manns sem var ákærð í svindlinu er AFP greinir frá. 

Líkt og hin aðþrengda Lynette Scavo gerir Huffman greinilega allt til þess hugsa vel um börn sín, meira að segja brjóta lög. 

Huffman er sökuð um að hafa borgað 15 þúsund Bandaríkjadali svo elsta dóttir henna stæði sig betur á prófi. Huffman er gift Shameless-stjörnunni William Macey. Macey kom fram á pappírum en var ekki ákærður. Hjónin ákváðu að nýta sér ekki svindlþjónustuna í tilfelli næstelstu dóttur sinnar.

Leikkonan Felicity Huffman var látin laus gegn tryggingu.
Leikkonan Felicity Huffman var látin laus gegn tryggingu. mbl.is/AFP

Skólarnir sem börnin komust inn í voru fínir og virtir háskólar á borð við Yale, Stanford, Georgetown og University of Southern California. 

Ríkir foreldrar í Bandaríkjunum borguðu góðgerðarstofnun sem William Rick Singer fór fyrir samtals 25 milljónir Bandaríkjadala til þess að bæta einkunnir barna sinna með því að láta einhvern annan taka prófin eða breyta einkunnum þeirra. 

Einnig var þjálfurum mútað til þess að koma börnum þeirra inn sem íþróttamönnum þrátt fyrir að vera ekki nógu góð í íþróttum. Siglingaþjálfari Stanford-háskólans eru sagður hafa tekið við 200 til 400 þúsund Bandaríkjadölum fyrir að taka við nemendum inn í íþróttaliðið.

Leikkonan Lori Loughlin með dætur sínar en hún tók þátt …
Leikkonan Lori Loughlin með dætur sínar en hún tók þátt í svindlinu. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.