Ertu í bónusfjölskyldu?

Bónusfjölskyldur eru að mati greinahöfundar mun jákvæðara orð en stjúpfjölskyldur.
Bónusfjölskyldur eru að mati greinahöfundar mun jákvæðara orð en stjúpfjölskyldur. mbl.is/Thinkstockphotos

Víðsvegar um heiminn má lesa greinar sem fjalla um hvernig orðið „stjúpfjölskyldur“ er á undanhaldi.  Það orð sem er að vera vinsælt í staðinn er orðið „bónusfjölskylda“. Góð grein um þetta efni birtist á vefsvæði Parents á dögunum þar sem greinahöfundur fjallar á skemmtilegan hátt um þetta málefni. Claire Gillespie skrifar textann.

„Ég hafði lítið hugsað um hugtakið stjúpfjölskylda þar til ég eignaðist eina slíka sjálf. Þegar ég giftist eiginmanni mínum í maí árið 2018 urðum við þannig fjölskylda. Saman eigum við fjóra syni og eina dóttur. Við höfum einnig eignast eina dóttur saman. 

Við vorum orðin fjölskylda löngu áður en við byrjuðum að skilgreina okkur sem ein slík. Við erum eins og aðrar fjölskyldur, enda er það skoðun mín að engar fjölskyldur eru eðlilegri en aðrar. 

En börn vilja setja merkimið á hluti og þau elska að spyrja spurninga. Þar sem við eiginmaður minn höfðum gift okkur vildu börnin vita hvernig þau tengdust. Hvað þau ættu að kalla hvort annað og hvernig litla systir þeirra félli inni í fjölskylduna miðað við hin börnin sem við áttum fyrir.“

Í upphafi þá töluðum við um stjúpföður, stjúpmóður, stjúpdætur og stjúpsyni, stjúpbræður og stjúpsystur. En litla stúlkan sem við áttum saman átti ekki að fá stjúp merkimiðann þar sem hún var barnið okkar og systir barnanna. Þeim mun meira sem ég ræddi um stjúpfjölskylduna, þeim mun meira fór mér að líka illa við þetta orð. Þegar ég skoðaði uppruna orðsins fór mér að líka jafnvel ennþá verr við orðið.

Eins hafa stjúpfjölskyldur í gegnum tíðin fengið á sig neikvæðan stimpil. Rannsóknir á áhrifum skilnaða á börn hafa varpað neikvæðri mynd á börn sem koma frá því sem stundum er kallað „brotnar“ fjölskyldur.

Til að búa til umhverfi sem væri jákvæðara fyrir fjölskylduna ákvað Gillespie að nota hugtakið bónusfjölskylda í stað stjúpfjölskyldu. Í eðli sínu er eitthvað sem er að auki miklu jákvæðara en annað. Þannig væri talað um bónusbróður, bónussystur, bónusmömmu og bónuspabba. 

„Börnin mín áttu föður fyrir, og því væri eiginmaður minn bónusfaðir þeirra. Faðir sem þau fengju aukalega við sinn eigin föður.“

Þegar kemur að hugtakinu hálfsystir, þá segir greinahöfundur sú nafngift mjög óskýra. „Það er ekkert hálft við barn sem gerir svona mikið fyrir fjölskylduna. Það er bónus að eiga eitt barn í viðbót.“ 

mbl.is