„Erfitt að vera í tómu hreiðri“

Það er ekki átakalaust að eiga barn sem fer í …
Það er ekki átakalaust að eiga barn sem fer í háskóla að mati Reese Witherspoon sem grét eftir að dóttir hennar fór að heiman í skóla.

Reese Witherspoon ræddi opinskátt við Ellen DeGeneres í vikunni um hversu erfitt henni þótti tíminn þegar Ava dóttir hennar fór í háskóla og flutti að heiman. 

„Það er skrítið þegar börnin fara í háskóla. Í raun mjög erfitt,“ segir Witherspoon í viðtalinu. „Ég gæti hafa farið inn í herbergið hennar, legið á rúminu og grátið þegar hún fór í háskólann.“

Leikkonan á tvö börn með fyrrum eiginmanni sínum Ryan Phillippe. Dótturina Ava sem er nítján ára og soninn Deacon sem er fimmtán ára að aldri. Hún á einnig soninn Tennessee sex ára með núverandi eiginmanni sínum Jim Toth. 

Þær mæðgur þykja einstaklega líkar í útliti. Witherspoon segir að hún eigi von á Ava aftur heim, þó hún sjálf hafi ekki fetað þá leið í lífinu. Hún fór ung að heiman í háskóla, fór frá námi áður en hún kláraði þar sem kvikmyndaáhugi hennar hafði kviknað og tækifæri gefist á því sviði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka