Gáfu Harry og Meghan foreldraráð

Meghan hertogaynja spjallaði við Beyoncé og Jay-Z á frumsýningu í …
Meghan hertogaynja spjallaði við Beyoncé og Jay-Z á frumsýningu í London. mbl.is/AFP

Hertogahjónin Harry og Meghan hittu tónlistarfólkið Beyoncé og Jay-Z þegar myndin Konungur ljónanna var frumsýnd í London á sunnudaginn. Beyoncé og Meghan föðmuðust eins og bestu vinkonur þrátt fyrir að hafa aldrei hist áður og þáðu hertogahjónin foreldraráð hjá stórstjörnunum að því fram kemur á vef Hello

„Barnið, svo fallegt,“ sagði söngkonan meðal annars við Meghan og átti þar við hinn rúmlega tveggja mánaða gamla Archie Harrison. Rapparinn Jay-Z faðmaði líka Meghan og óskaði henni til hamingju með Archie. 

Meghan kynnti svo Harry fyrir hjónunum og fékk Harry sömu óskir og Meghan. Harry spurði þá hvað væri að frétt af tveggja ára gömlu tvíburum tónlistarhjónanna, Rumi og Sir. „Þeir eru ekki hér. Þeir koma ekki með í hverja ferð,“ útskýrði Beyoncé. 

„Besta ráðið sem ég get gefið ykkur, gefið ykkur alltaf tíma fyrir ykkur sjálf,“ sagði Jay-Z þegar hann gaf hinum nýbökuðu foreldrum að lokum foreldraráð. 

Harry, Meghan, Beyoncé og Jay-Z.
Harry, Meghan, Beyoncé og Jay-Z. mbl.is/AFP
Hertogahjónin og stórstjörnurnar voru innileg á frumsýningunni.
Hertogahjónin og stórstjörnurnar voru innileg á frumsýningunni. mbl.is/AFP
mbl.is