Vilja börnin með á rauða dreglinum

Eva Longoria og Gabrielle Union vilja breyta Hollywood.
Eva Longoria og Gabrielle Union vilja breyta Hollywood. Samsett mynd

Leikkonurnar Eva Longoria og Gabrielle Union vilja að það þyki eðlilegt að foreldrar taki börn sín með á rauða dregilinn í Hollywood. Þær, ásamt Jessicu Ölbu, hafa unnið að því síðustu mánuði að gera vinnuumhverfið sitt barnvænna og betra fyrir útivinnandi mæður. 

Longoria og Union eiga báðar ung börn. Sonur Longoriu, Santiago fagnaði fyrsta afmæli sínu nú í sumar og dóttir Union er um 9 mánaða gömul. Þær taka báðar börnin sín reglulega með í vinnuna. 

Atvikið sem hvatti þær til þess að vilja breyta hlutunum gerðist á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Þá var kvikmyndagerðarkonunni Greta Bellamacina meinaður aðgangur að frumsýningu á mynd sinni vegna þess að hún var með 4 mánaða gamalt barn sitt með sér.

Union er einn af framleiðendum þáttanna L.A. Finest ásamt leikkonunni Jessicu Ölbu sem leikur einnig í þáttunum. Hún segir þær geri umhverfið gott fyrir mæður og normalísera hina útivinnandi móður.

Jessica Alba vildi taka barnið sitt með í vinnuna.
Jessica Alba vildi taka barnið sitt með í vinnuna. AFP

„Þegar Jessica var að semja var hún ný búin að eiga og var mjög ákveðin á því hvað hún þurfti og að ég skildi verðmæti hennar, og það ruddi veginn fyrir okkur allar,“ sagði Union í viðtali við Harper's Bazaar.

„Þegar ég kom aftur í vinnuna eftir fæðingarorlof, passaði Jess upp á að hjólhýsið mitt væri eins útbúið og hennar þannig dóttir mín gæti komið með á tökustað. Enginn þurfti að færa þá sjúklega stóru fórn að fara í aftur vinnuna og skilja barnið eftir,“ sagði Union.

Þær Uninon og Longoria gera sér grein fyrir að þær eru í forréttindastöðu. En þær vilja nýta sér stöðu sína til að halda áfram að ryðja veginn fyrir komandi kynslóðir. 

„Allar mæður eru ekki skapaðar jafnar, og allar mömmur njóta ekki alls þess sem foreldrahlutverkið felur í sér. Bjargráð, forréttindi, kynþáttur, staðsetning og stuðningur spila öll sitt hlutverk í því hvernig við ölum upp börnin okkar. Verandi svört mamma, ef ég fæ ekki að deila allri minni reynslu, þá hef ég ekki áhuga,“ sagði Union.

Longoria sagði að hún væri mjög heppin og í góðri stöðu. „Ég hef stuðning fjölskyldu minnar. Ég fæ stuðning og hjáp. Ég fæ stuðning frá eiginmanni mínum. Þannig ég set þann fyrirvara. En það er óvenjulegt í okkar bransa að konur leikstýri og framleiði, sérstaklega ekki konur með börn,“ sagði Longoria.

mbl.is