Jolie tárvot á fyrsta skóladegi Maddox

Maddox Jolie-Pitt og Angelina Jolie.
Maddox Jolie-Pitt og Angelina Jolie. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Angelina Jolie þurfti að halda aftur af tárunum á fyrsta háskóladegi sonar hennar, Maddox Jolie-Pitt, í Suður-Kóreu. 

Móðirin fylgdi syni sínum í skólann og fengu þau kynningu á skólanum. Jolie sást tala við aðra nemendur í skólanum og sagði þeim að hún myndi ekki stoppa lengi í höfuðborginni Seoul og færi heim daginn eftir. Hún sagði þeim að hún væri að reyna að halda aftur af tárunum. 

Hinn 18 ára Maddox hefur nám sitt í lífefnafræði við Yonsei-háskólann í Suður-Kóreu í haust. Hann er elstur af börnum Jolie og Brad Pitt og því fyrsti unginn sem flýgur úr hreiðrinu. 

Seoul er langt frá heimili fjölskyldunnar í Bandaríkjunum, en ekki svo langt frá heimili þeirra í Kambódíu. Systkini hans eru sögð spennt að heimsækja hann til Suður-Kóreu. 

View this post on Instagram

A post shared by jowonnn🦄☂️ (@xx_efu) on Aug 21, 2019 at 7:07am PDTmbl.is