Baldwin ætlar að eignast sjötta barnið

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin vilja eignast fleiri börn.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin vilja eignast fleiri börn. mbl.is/AFP

Alec Baldwin á fimm börn en er þó ekki hættur að reyna fjölga mannkyninu. Í viðtali við hann sem birtist nýlega á Youtube talar hann hreint út og segist ætla að eignast annað barn með eiginkonu sinni, Hilariu Baldwin. 

Leikarinn eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 24 árum með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Kim Basinger. Hann á fjögur börn með núverandi eiginkonu sinni, jógakennaranum Hilariu Baldwin. Elsta barn þeirra er sex ára en það yngsta eins árs. 

Það ætti ekki að koma aðdáendum leikarans á óvart að hann vilji eignast eitt barn til viðbótar. Eiginkona hans talaði opinskátt um það í vor þegar hún missti fóstur. Hann segir þó barnið ekki vera í ofninum, ekki svo hann viti til. 

mbl.is