Beyoncé sýndi krúttlegu tvíburana

Aðdáandi Beyoncé birti þetta skjáskot af Beyoncé og tvíburum hennar …
Aðdáandi Beyoncé birti þetta skjáskot af Beyoncé og tvíburum hennar úr nýrri heimildarmynd um tónlist hennar. skjáskot/Twitter

Heimildarmynd um nýja plötu Beyoncé The Gift sem kom út í tengslum við Lion King var sýnd í Bandaríkjunum í gær, mánudag. Myndin sýnir ekki bara söngkonuna heldur líka eiginmann hennar og börn. 

Elsta dóttir Beyoncé, hin sjö ára gamla Blue Ivy, er í stóru hlutverki enda syngur hún hluta af laginu Brown Skin Girl á plötunni. Blue Ivy er reglulega mynduð með foreldrum sínum en minna hefur sést af tvíburunum sem eru tveggja ára. 

Þau Rumi og Sir birtast í nýju heimildarmyndinni og voru aðdáendur Beyoncé að vonum ánægðir og kepptust við að taka upp lítil myndskeið og skjáskot af þeim og birta á Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá börnin í myndinni. 

mbl.is