Beyoncé sýndi krúttlegu tvíburana

Aðdáandi Beyoncé birti þetta skjáskot af Beyoncé og tvíburum hennar ...
Aðdáandi Beyoncé birti þetta skjáskot af Beyoncé og tvíburum hennar úr nýrri heimildarmynd um tónlist hennar. skjáskot/Twitter

Heimildarmynd um nýja plötu Beyoncé The Gift sem kom út í tengslum við Lion King var sýnd í Bandaríkjunum í gær, mánudag. Myndin sýnir ekki bara söngkonuna heldur líka eiginmann hennar og börn. 

Elsta dóttir Beyoncé, hin sjö ára gamla Blue Ivy, er í stóru hlutverki enda syngur hún hluta af laginu Brown Skin Girl á plötunni. Blue Ivy er reglulega mynduð með foreldrum sínum en minna hefur sést af tvíburunum sem eru tveggja ára. 

Þau Rumi og Sir birtast í nýju heimildarmyndinni og voru aðdáendur Beyoncé að vonum ánægðir og kepptust við að taka upp lítil myndskeið og skjáskot af þeim og birta á Twitter.

Hér fyrir neðan má sjá börnin í myndinni. mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu