Kærasti Jenner vill aga börn með flengingum

Kris Jenner og kærastinn Corey Gamble.
Kris Jenner og kærastinn Corey Gamble. mbl.is/AFP

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian var allt annað en sátt við kærasta móður sinnar í nýjum þætti af Keeping Up with the Kardashians að því fram kemur á vef People. Viðraði Corey Gamble, kærasti Kris Jenner, þá skoðun sína að það ætti að aga börn með því að rassskella þau.  

Elsta Kardashian-systirin greindi frá því í þættinum að barnfóstra sín hefði hætt eftir að sjö ára gömul dóttir hennar, Penelope, klóraði barnfóstruna í reiðikasti. 

„Ef P klórar mig flengi ég han á rassinn,“ sagði Gamble. Barnsfaðir Kardashian, Scott Disick, varð reiður þegar Gamble sagði þetta. Gamble hefur verið kærasti Kris Jenner í fimm ár og er aðeins 38 ára. Gamble endurtók ráð sitt auk þess sem hann vildi meina að flengingar væru málið þegar agi væri annars vegar. 

Foreldrarnir voru ekki ánægðir með kærasta ömmu barna sinna og fóru. Sagði Kardashian að Gamble fengi aldrei að vera einn með börnunum hennar. Kris Jenner fannst þetta greinilega leitt enda hafa börn hennar ekki beint tekið Gamble með opnum örmum. 

Kardashian talaði við Gamble seinna þar sem þau voru sammála um að vera ósammála. Tók Gamble það einnig fram að hann myndi ekki reyna að aga börn hennar. 

Kourtney Kardashian vill ekki rassskella börn sín.
Kourtney Kardashian vill ekki rassskella börn sín. mbl.is/AFP
mbl.is