Dóttirin með eins hárgreiðslu og pabbi hennar

Feðginin Travis Scott og Stormi Webster með eins hárgreiðslu.
Feðginin Travis Scott og Stormi Webster með eins hárgreiðslu. Skjáskot/Instagram

Stormi Webster, dóttir Kylie Jenner og Travis Scott, er ekki orðin tveggja ára en er þó greinilega mikil pabbastelpa. Rapparinn birti myndir af dóttur sinni í vikunni með eins hárgreiðslu og hann er þekktur fyrir að skarta. 

„Pabbahár“ skrifaði rapparinn á Instagram við myndina af dóttur sinni með margar litlar fléttur í hárinu. 

Stormi sem varð eins árs í febrúar á þessu ári virðist hafa það gott þessa dagana þrátt fyrir að foreldrar hennar, raunveruleikastjarnan Kylie Jenner og rapparinn Travis Scott, slitu sambandi sínu í haust. 

View this post on Instagram

“ Daddy’s hair “

A post shared by flame (@travisscott) on Nov 17, 2019 at 1:56pm PST

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner. AFP
mbl.is