Prinsinn skammtar börnunum vasapeninga

Jóakim Danaprins á fjögur börn með tveimur konum.
Jóakim Danaprins á fjögur börn með tveimur konum. Ljósmynd/Kongehuset.dk

Jóakim Danaprins er kannski sonur drottningar og býr í höll en er þó ekki of fínn til þess að skammta börnum sínum vasapeninga. Í broti úr nýju viðtali á vef danska ríkisútvarpinu segir Jóakim að hann og eiginkona sín Marie séu hrifin af vasapeningakerfinu. 

Jóakim segir að ástæða þess að þau séu hlynnt því að börn sín fái vasapeninga sé sú að börn læri mikið á því. Hann segir að hinn tíu ára gamli Hinrik prins átti sig vel á gildi peninga þegar hann fer í ísbúð eða Tiger-búð. 

Jóakim á Hinrik sem fæddur er 2009 og Aþenu sem fædd er árið 2012 með franskri eiginkonu sinni Marie. Áður átti hann synina Nikolai og Felix með fyrrverandi eiginkonu sinni, Alexöndru greifynju. 

Jóakim Danaprins, ásamt Marie eiginkonu sinni.
Jóakim Danaprins, ásamt Marie eiginkonu sinni. Ljósmynd/kongehuset.dk
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert