Lúðvík litli byrjaður að tala

Katrín hertogaynja og Lúðvík prins.
Katrín hertogaynja og Lúðvík prins. AFP

Yngsta barn Katrínar hertogaynju og Vilhjálms Bretaprins, Lúðvík prins, er byrjaður að tala. Lúðvík litli varð eins árs í vor en hann virðist beita takmörkuðum orðaforða sínum til þess að segja mömmu sinni til verka. 

Katrín greindi frá málþroska sonar síns þegar hún hitti lítinn dreng í jólatrésleiðangri á dögunum að því fram kemur á vef People

„Þú minnir mig á litla Lúðvík minn. Hann segir bara: „Ég, ég, ég.“ Hann vill fara með mér út um allt,“ sagði Katrín við lítinn dreng sem minnti hana á yngri son sinn. 

Lúðvík varð eins árs í vor en fyrir eiga þau Katrín og Vilhjálmur Georg sem er sex ára og Karlottu sem er fjögurra ára. 

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu