Britney ætlar að berjast fyrir börnunum

Britney Spears stefnir á að eyða meiri tíma með sonum …
Britney Spears stefnir á að eyða meiri tíma með sonum sínum á nýjum áratug. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears ætlar að reyna að fá meira forræði yfir sonum sínum á nýju ári. Spears og barnsfaðir hennar, tónlistarmaðurinn Kevin Federline, hafa deilt forræði síðustu árin.

Upphaflega eftir skilnað þeirra Spears og Federline árið 2007 var forræðinu skipt jafnt en í september ákvað dómari að Federline fengi að hafa þá 70% af tímanum en Spears aðeins 30%. 

Spears hefur staðið í miklum málaferlum nú í haust varðandi föður sinn og forræði hans yfir henni. Málaferlunum er því ekki lokið þar sem hún ætlar að berjast fyrir því að fá að hafa syni sína meira. 

Hvað varðar jólin þá munu synir hennar Preston og Jayden eyða aðfangadagskvöldi og jóladagsmorgni hjá henni og fara svo til föður síns seinna á jóladag. 

mbl.is