Þórunn Erna Clausen eignaðist stúlku

Þórunn Erna Clausen eignaðist stúlku 11. janúar.
Þórunn Erna Clausen eignaðist stúlku 11. janúar.

Tónlistarkonan Þórunn Erna Clausen og kærasti hennar Olgeir Sigurgeirsson eignuðust stúlku nú á dögunum. Litla stúlkan kom í heiminn 11. janúar en Þórunn greindi frá fæðingu hennar á Instagram í gærkvöldi. 

Þetta er þriðja barn Þórunnar en fyrir á hún tvo syni með tónlistarmanninum Sigurjóni Brink sem lést í janúar 2011. Olgeir á einnig tvö börn úr fyrra sambandi.

Barnavefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is