Lögreglan færði móður í neyð þurrmjólk

Móðirin brá á það ráð að hringja í neyðarlínuna.
Móðirin brá á það ráð að hringja í neyðarlínuna. Ljósmynd/Unsplash

Lögreglan í Highland í Utah-ríki í Bandaríkjunum færði á dögunum móður í neyð þurrmjólkurduft. Konan var ein heima með 5 börn sín og það yngsta aðeins 6 vikna gamalt og sársvangt. 

Konan, Shannon Bird, hringdi klukkan 2 um nótt í lögregluna eftir að hún áttaði sig á því að hún gæti ekki gefið svöngu 6 vikna gömlu barni sínu að borða. Eiginmaður hennar var ekki heima og hún átti ekki þurrmjólk heima þar sem hún hefur verið með barnið á brjósti. 

„Hún var öskrandi. Ég hringdi í eiginmann minn og við veltum fyrir okkur hvað við gætum gert. Ég hringdi í nágranna og unglinga í hverfinu og litla bróður minn, en enginn var vakandi,“ sagði Bird í viðtali við KSL-TV

„Ég hef aldrei lent í þessari stöðu áður. Mjókin mín er bara bókstaflega búin. Þetta er mitt fimmta barn og þetta hefur aldrei gerst,“ sagði Bird. 

Að lokum hringdi hún í neyðarlínuna og gat lögreglan brugðist við. Lögreglumennirnir fóru í búð og færðu henni tæpa fjóra lítra af venjulegri mjólk. Þegar þeir komu til hennar áttuðu þeir sig svo á því að barnið væri allt of ungt fyrir venjulega mjólk og fóru því aftur og komu að vörmu spori með þurrmjólk. 

Bird var frekar hissa því upphaflega hafði hún hringt í lögregluna til að biðja hana um að verja börn hennar á meðan hún færi út í búð að kaupa þurrmjólk. 

„Ég hef aldrei áður átt ekkert til að gefa nýburunum mínum. Þetta var hræðilegt,“ sagði Bird.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert