Hafþór Júlíus og Kelsey eiga von á barni

Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson eiga von á barni.
Hafþór Júlíus Björnsson og Kelsey Henson eiga von á barni. AFP

Vöðvatröllið Hafþór Júlíus Björnsson og eiginkona hans hin kanadíska Kelsey Henson eiga von á erfingja. Parið greindi frá gleðitíðindunum á samfélagsmiðlum með því að birta þrjú pör af skóm frá Gucci í mismunandi stærðum. 

Von er á barninu í október en enn er óvíst hvort að barnið sé lítil Hafþórsdóttir eða Hafþórsson. 

Hafþór Júlíus eða Fjallið greindi frá hjónbandi sínu með myndbirtingu á samfélagsmiðlum haustið 2018. Hjónin kynntust ári áður á veitingastað í Kanada. 

View this post on Instagram

I’m getting richer 😍😍😍couldn’t be happier! @kelc33

A post shared by Hafþór Júlíus Björnsson (@thorbjornsson) on Mar 30, 2020 at 9:57am PDTmbl.is