Segir heimakennsluna martröð

James Corden þarf að sinna þremur börnum.
James Corden þarf að sinna þremur börnum. AFP

Spjallþáttastjórnandinn James Corden hefur eins og svo margir foreldrar um heim allan þurft að taka meiri ábyrgð á námi barna sinna að undanförnu. Corden er ýmislegt til lista lagt en stærðfræðikennsla er líklega ekki einn af hæfileikum hans. 

„Þetta heimakennsludæmi er martröð. Virðing mín fyrir kennurum er rosaleg,“ sagði Corden í viðtali ET en viðtalið fór fram í gegnum netið eins og flest annað þessa dagana. Corden lyfti upp stærðfræðibók sem hann var með fyrir framan sig. „Í hreinskilni sagt kann ég ekkert í þessu. Ég kann ekkert.“

Corden er kvæntur Juliu Carey og eiga hjónin saman þrjú börn, son sem fæddist árið 2011 og dætur sem eru fæddar 2014 og 2017.

James Corden á þrjú börn með konu sinni Juliu Carey.
James Corden á þrjú börn með konu sinni Juliu Carey. AFP
mbl.is