Phoenix og Mara sögð eiga von á erfingja

Joaquin Phoenix og Mara Rooney á Óskarsverðlaunahátíðinni í byrjun febrúar.
Joaquin Phoenix og Mara Rooney á Óskarsverðlaunahátíðinni í byrjun febrúar. AFP

Joker-leikarinn Joaquin Phoenix og leikkonan Rooney Mara eru sögð eiga von á sínu fyrsta barni að því er fram kemur á vef Page Six. Heimildarmaður staðfestir þetta en hjónin hafa neitað að tjá sig. 

Parið hefur haldið sig út af fyrir sig á heimili sínu í Los Angeles vegna kórónuveirunnar að undanförnu. Heimildarmaðurinn telur að Mara sé komin allt að sex mánuði á leið.

Mara er nýorðin 35 ára en Phoenix verður 46 ára á árinu. Stjörn­urn­ar kynnt­ust þegar þau léku sam­an í mynd­inni Her árið 2013. Þau byrjuðu svo saman þegar þau léku í mynd­inni Mary Magdelene árið 2016 en þar lék leik­kon­an Maríu Magda­lenu en Phoen­ix Jesú sjálf­an. Parið trúlofaði sig í fyrra. 

Joaquin Phoenix og Rooney Mara.
Joaquin Phoenix og Rooney Mara. AFP
mbl.is