Ætlar ekki að greina frá neinu um barnið opinberlega

Meghan McCain ætlar að vernda friðhelgi einkalífs ófædds barns síns.
Meghan McCain ætlar að vernda friðhelgi einkalífs ófædds barns síns. Skjáskot/Instagram

Spjallþáttastjórnandinn Meghan McCain ætlar ekki að greina frá meðgöngu sinni í smáatriðum á samfélagsmiðlum og ekki deila myndum heldur. Ástæðan er sú að fólk skilur enn eftir ljótar athugasemdir um föður hennar á samfélagsmiðlafærslum hennar. 

Faðir hennar var öldungardeildarþingmaðurinn og forsetaframbjóðandinn John McCain. John lést úr krabbameini árið 2018, 81 árs að aldri. Meghan segir að fólk skilji enn eftir athugasemdir undir færslum hennar þar sem það segist vera ánægt með að faðir hennar hafi fengið krabbamein og dáið. 

View this post on Instagram

631 days. The world went batshit insane when you left it. Miss you every day. But I miss you the most on Sunday.

A post shared by Meghan McCain (@meghanmccain) on May 17, 2020 at 9:26am PDT

„Fólk er alltaf að spyrja og óska eftir því að ég deili myndum og upplýsingum um meðgönguna. Þar sem fólk skrifar við myndir sem ég deili af fjölskyldunni minni að þau séu ánægð að faðir minn hafi fengið krabbamein og að hann sé í helvíti ákvað ég að blanda ekki ófæddu barni mínu inn í umræðuna á samfélagsmiðlum,“ skrifaði Meghan. 

Megan bætti einnig við að hún og eiginmaður hennar Ben Domenech hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að reyna að vernda friðhelgi einkalífs barns síns eins mikið og þau gætu. 

View this post on Instagram

Ben and I have made the conscious decision to guard our (growing) families privacy as much as is possible. I believe children have a right to privacy and hope you will all understand as we navigate this as much as possible going forward without sacrificing our comfort or safety. A bunch of inhumane jackasses have really ruined so much for so many on social media and I learned a lot of hard lessons about cruelty that comes with being open and vulnerable about my personal life during my Dads cancer fight. It is a shame. I know this is an unorthodox choice for a talk show host who is on tv five days a week - but I’ve always lived by the beat of my own drum. Thank you for the continued kind words, support and prayers regarding my pregnancy from so many of you who are nothing but kind. It has meant a lot during this crazy time. ♥️

A post shared by Meghan McCain (@meghanmccain) on May 28, 2020 at 1:31pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert