Þuríður Blær og Guðmundur eignuðust dreng

Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir eignuðust dreng.
Guðmundur Felixson og Þuríður Blær Jóhannsdóttir eignuðust dreng. mbl.is/Stella Andrea

Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir og leikarinn Guðmundur Felixsson eignuðust son þann 13. júní síðastliðinn. Þetta er fyrsta barn parsins. 

Þuríður tilkynnti um fæðingu sonarins á Instagram í gærkvöldi. „Elsku litli Bumbinn okkar er kominn í heiminn. Reyndar fyrir viku. Hann fæddist 13. júní og var rúmlega 16 merkur og 55 cm.
Það er bara allt breytt og við Gummi erum að springa úr ást á hverjum einasta degi,“ skrifaði Þuríður.

Barnavefur mbl.is óskar parinu innilega til hamingju. 

mbl.is