Eiga von á barni eftir rúmlega árs samband

Emma Roberts og Garrett Hedlund eiga von á sínu fyrsta …
Emma Roberts og Garrett Hedlund eiga von á sínu fyrsta barni saman. Samsett mynd

Leikkonan Emma Roberts og kærasti hennar Garrett Hedlund eiga von á sínu fyrsta barni saman. Parið sást fyrst saman í mars 2019 og hefur því aðeins verið í sambandi í rúmlega ár.

Roberts var áður með leikaranum Evan Peters en þau hættu saman um það leyti sem Roberts og Hedlund sáust fyrst saman. Roberts og Peters voru trúlofuð í fimm ár.

Hedlund var áður í sambandi með leikkonunni Kirsten Dunst frá 2011 til 2016. 

mbl.is