Demi Lovato syrgir afa sinn

Demi Lovato.
Demi Lovato. AFP

Söngkonan Demi Lovato missti afa sinn í vikunni og minnist hans með hjartnæmum hætti á Instagram síðunni sinni. Henni þykir miður að fjölskyldan geti ekki haldið jarðaför með viðeigandi hætti á meðan kórónuveiru-faraldurinn gengur yfir.

„Afi hafði verið veikur í nokkur ár og þrátt fyrir að það sé léttir að hann finni ekki til lengur þá er það mjög sárt að fjölskyldan fái ekki að kveðja hann með viðeigandi hætti um hríð. En þetta er raunveruleikinn á meðan faraldurinn gengur yfir,“ sagði Lovato.

„Þessi maður elskaði Guð af öllu hjarta og var einn besti predikari sem ég hef séð breiða út orð Guðs. Ég elska þig afi. Ég sé eftir að hafa ekki tekið fleiri myndir af okkur saman en ég á svo margar góðar minningar sem fá mig til þess að brosa uns við hittumst aftur. Hvíl í friði. Elska þig.“

Demi Lovato er bandarísk söngkona og dómari í The X Factor. Nú síðast lék hún í Netflix kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

mbl.is