Faðir í fjórða sinn 89 ára gamall

Bernie Ecclestone eignaðist loksins son.
Bernie Ecclestone eignaðist loksins son. AFP

Bernie Ecclestone, fyrr­verandi alráður í Formúlu-1, er orðinn faðir í fjórða sinn, 89 ára að aldri. Ecclestone og eiginkona hans, Fabiona Flosi, buðu son velkominn í heiminn. CNN greinir frá.

Sonurinn hefur fengið nafnið Ace og er fyrsti sonur Ecclestone. Ace litli er fyrsta barn foreldra sinna saman. 

Fyrir á Ecclestone dæturnar Petru, 31 árs, Tamöru, 36 ára og Deboruh, 65 ára.

Ecclestone og Flosi greindu fyrst frá því apríl að þau ætti von á barni saman. Í viðtali við CNN sagði Ecclestone að hann sæi engan mun á því að vera 89 eða 29 á þegar maður eignast börn. 

mbl.is