Góð leið að halda kurteisisbili

Börn með Kórónuveiru hatt sem aðstoðar þau við að halda …
Börn með Kórónuveiru hatt sem aðstoðar þau við að halda réttu bili og að smita ekki hvort annað. mbl.is/skjáskot Instagram

Kurteisisbil (e social distancing) hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu enda margir að kljást við þá áskorun að gleyma á hvaða tíma við lifum. 

Börn geta verið dásamlega dugleg við að halda bili með réttum leiðum eins og krakkarnir í Ban Pa Muad skólanum í Tælandi sýndu nýverið. Kennari þeirra aðstoðaði börnin við að gera hatta með grímum sem hylja andlit barnanna og innihalda stiku sem minnir á að maður þarf að halda sig í fjarlægð. 

Á tímum Kórónuveirunnar er mikilvægt að prófa sig áfram og eru börn einstaklega hugmyndarík og skemmtileg þegar kemur að nýjum hugmyndum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert