Prinsessan hlakkar til að eignast börn

Beatrice prinsessa hlakkar til að eignast börn.
Beatrice prinsessa hlakkar til að eignast börn. AFP

Hin nýgifta Beatrice prinsessa er sögð hlakka mikið til að eignast börn með eiginmanni sínum Edoardo Mapelli Mozzi. 

Mozzi á einn son úr fyrra hjónabandi og er Beatrice sögð eiga einstakt samband við stjúpson sinn.

„Bea hlakkar mikið til að eignast sín eigin börn. Hún ætlar að stofna fjölskyldu með Edo, helst fljótlega og vonandi á þessu ári,“ sagði heimildarmaður Us Weekly

Prinsessan og Mozzi gengu í það heilaga í hallargarði Windsorkastala föstudaginn 17. júlí síðastliðinn. Brúðkaupið var lítið vegna aðstæðna í heiminum og voru fáir gestir viðstaddir. Foreldrar þeirra beggja voru þar auk ömmu og afa Beatrice, þeirra Elísabetar II Englandsdrottningar og Filippusar hertoga af Edinborg.

mbl.is