Sonur Katrínar kominn með nafn

Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona og söngkona.
Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona og söngkona. mbl.is/Árni Sæberg

Hjónin Katrín Halldóra Sigurðardóttir leikkona og Hallgrímur Jón Hallgrímsson létu skíra son sinn. Hann fékk nafnið Stígur. 

Það var faðir Katrínar Halldóru, séra Sigurður Rúnar Ragnarsson, sem skírði drenginn við hátíðlega athöfn heima hjá hjónunum. Stóri bróðir Stígs, Óðinn, hélt bróður sínum undir skírn. 

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni til hamingju með nafnið.  

mbl.is