Barn Pratts og Schw­arzenegger komið í heiminn

Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger.
Chris Pratt og Katherine Schwarzenegger. AFP

Leikarinn Chris Pratt og eiginkona hans, Kat­her­ine Schw­arzenegger, eru búin að eignast barn. Schw­arzenegger er elsta dótt­ir Arnolds Schw­arzeneggers og Mariu Shri­ver en bróðir hennar, Patrick Schwarzenegger, staðfesti komu barnsins í myndbandi á vef ET. 

Patrick greindi ekki frá því hvenær barnið kom í heiminn en þakkaði fyrir sig þegar honum var óskað til hamingju með nafnbótina frændi. Patrick Schwarzenegger hélt á pakka og sagði að hann hefði verið að kaupa gjöf vegna fæðingarinnar. 

Arnold Schwarzenegger, Maria Shriver og systkini Kat­her­ine Schw­arzenegger voru mynduð fyrir utan hús Pratts. 

Pratt og Schwarzenegger hafa verið í sam­bandi síðan árið 2018 og trú­lofuðu sig í árs­byrj­un 2019. Þau gengu svo í það heil­aga 8. júní í fyrra. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Pratt soninn Jack, sem fæddist í ágúst árið 2012, með fyrrverandi eiginkonu sinni, leikkonunni Önnu Faris.

mbl.is