Á ekki orð yfir styrk Annie eftir fæðinguna

Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius.
Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Crossfitstjarnan Annie Mist Þórisdóttir eignaðist sitt fyrsta barn á dögunum með kærasta sínum Frederik Aeg­idius. Frederik hefur oft séð Annie Mist sýna styrk sinn en hann á þó ekki orð yfir styrkinn Annie sýndi þegar hún fæddi barn þeirra. 

„Ég hef eytt nánast öllum mínútum síðan 2010 við hlið Annie Þórisdóttur,“ skrifaði Frederik um Annie á Instagram og taldi upp allt það ótrúlega sem hann hefur fylgst með henni gera síðan þá. Annie varð meðal annars hraustasta kona heims tvisvar, komast aftur á pall á heimsleikunum í Crossfit eftir erfið meiðsli og svo lengi mætti telja. Ekkert toppar þó fæðingu dóttur þeirra.

„Það sem hún gerði þessa helgi er eitthvað sem ég hélt að væri aldrei mögulegt. Ég vil ekki segja „stelpan mín er sterkari en þín“, en stelpan mín ER STERKARI en allir aðrir!,“ skrifaði stolti nýbakaði faðirinn Frederik á Instagram. 

Foreldrarnir nýbökuðu greindu frá því á samfélagsmiðlum á þriðjudaginn að dóttir þeirra væri komin í heiminn. 

View this post on Instagram

I’ve spent almost every single minute since 2010 with @anniethorisdottir next to me. I’ve seen her become the fittest on earth - TWICE, fight her way back from a severe back injury to claim a spot at the podium at the @crossfitgames, suffer through a heatstroke in the scorching heat of Carson CA and spend countless hours working to become the best version of herself - both for her and for everyone around her. But what she did this weekend is something I never thought possible. I don’t want to say “my girl is stronger than your girl” , but my girl IS STRONGER than anyone! Love you more than all the M&Ms in the world, all the Ben&Jerrys pints, more than all NYC style pizzas ever consumed and more than words could ever describe. You. Are. My. World.

A post shared by Frederik Aegidius (@frederikaegidius) on Aug 13, 2020 at 4:13am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert