Sex ára drengir fengu óvænt fjárframlag frá Jolie

Angelina Jolie styrkti söfnun þeirra Ayaans Moosa og Mikaeels Ishaaqs.
Angelina Jolie styrkti söfnun þeirra Ayaans Moosa og Mikaeels Ishaaqs. Samsett mynd

Tveir sex ára gamlir drengir í London, Ayaan Moosa og Mikaeel Ishaaq, fengu heldur betur óvænt fjárframlag þegar Hollwyood-stjarnan Angelina Jolie styrkti góðgerðarsöfnun þeirra. Drengirnir komust fyrst í fréttir í Breltandi fyrir límonaðisölu sína til styrktar fólki í Jemen. 

Jolie, sem er þekkt fyrir góðgerðarstörf sín, fékk veður af framtaki drengjanna og sendi þeim bréf og peninga að því er fram kemur á vef BBC. 

„Kæru Ayaan og Mikaeel.

Takk fyrir það sem þið og vinir ykkar hafið gert til þess að hjálpa börnum í Jemen. Mér þykir leitt að ég kemst ekki til þess að kaupa límonaði hjá ykkur en mig langar samt til að styrkja sölubásinn ykkar,“ skrifaði Angelina Jolie og sendi þeim ástarkveðjur og ríflega peningaupphæð.

Adeela Moosa, móðir Ayaans, segir framtak Jolie frábært. Að sögn hennar hafði Jolie samband við teymi sitt í Bretlandi sem hafði síðan samband við fjölskylduna. Drengirnir vissu ekki hver Jolie var en áttuðu sig á hversu fræg hún var þegar þeim var sýnt brot úr hinum ýmsu kvikmyndum. 

Drengirnir hafa nú safnað yfir 67 þúsund pundum eða rúmlega 12 milljónum. Ekki kemur fram hversu há upphæð Jolie var. 

Drengirnir settu myndskeið af sér á Instagram þar sem þeir þökkuðu Jolie fyrir. Þeir sögðu einnig að ef hún kæmi einhvern tíma til London væri henni velkomið að kaupa glas af límonaði. 

View this post on Instagram

Thank you message for @angelinajolie.offiicial 💙 #yemen #lemonaidboys #yemencrisis #angelinajolie

A post shared by LemonAid for Yemen-Aid (@lemonaidboys) on Sep 8, 2020 at 7:07am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert