Prinsinn feginn að börnin séu farin í skólann

Vilhjálmur prins var feginn þegar krakkarnir hans gátu farið aftur …
Vilhjálmur prins var feginn þegar krakkarnir hans gátu farið aftur í skólann. AFP

Vilhjálmur Bretaprins viðurkenndi í viðtali að það hefðu verið langir fimm mánuðir sem börn hans máttu ekki fara í skólann út af kórónuveirunni. Hann sagði að eldri börnin, Georg og Karlotta, hefðu farið í skólann fyrir nokkrum dögum. 

Prinsinn sagði þó að það hefði verið yndislegt að hafa þau heima allan daginn en hann hafi verið meira en tilbúinn að sjá á eftir þeim í skólann. 

„Ég held að öllum foreldrum hafi verið mjög létt þegar skólarnir hófust á ný. Fimm mánuðir, þetta hefur verið yndislegt en þetta voru langir fimm mánuðir,“ sagði Vilhjálmur. 

Yngsti sonur Vilhjálms og Katrínar hertogaynju, Lúðvík, er þó bara tveggja ára og því ekki byrjaður í skóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert