Malcolm in the Middle verður faðir

Frankie Muniz og Paige Price eiga von á sínu fyrsta …
Frankie Muniz og Paige Price eiga von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Youtube

Leikarinn Frankie Muniz og eiginkona hans Paige Price eiga von á sínu fyrsta barni. Muniz er hvað þekktastur fyrir að fara með hlutverk Malcolms í þáttunum Malcolm in the Middle sem sýndir voru á Skjá einum um árabil. 

Muniz og Price tilkynntu um væntanlegan erfingja á YouTube-rás sinni um helgina. „Þegar við vissum að við ættum von á barni vissum við hvorugt hvernig við áttum að haga okkur. Við vissum að okkur langaði þetta en læknar sögðu okkur að möguleikinn okkar á þessu væri ekki það mikill. Með hverri læknisheimsókninni leið mér minna og minna eins og konu. Það gleður mig því að segja ykkur að heppnin var með okkur og við erum gengin 15 vikur,“ sagði Price í myndbandinu. 

„Við erum bæði mjög spennt fyrir framtíðinni og getum ekki beðið eftir að hitta litla barnið okkar,“ sagði Muniz.

mbl.is