Fyrstu vikurnar ekki dans á rósum

Kristbjörg Jónasdóttir á þrjú börn.
Kristbjörg Jónasdóttir á þrjú börn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kristbjörg Jónasdóttir einkaþjálfari á ekki orð yfir hversu magnaður kvenlíkaminn er. Kristbjörg og Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði eignuðust sitt þriðja barn á dögunum og er Kristbjörg opinská á Instagram hvað varðar fyrstu vikurnar eftir fæðinguna.  

Kristbjörgu finnst ótrúlegt hvernig lítil mannvera verður til inni í líkama kvenna og merkilegt hvernig líkami kvenna jafnar sig eftir fæðingu. Með færslunni birti hún myndir af sér gengin 40 vikur, rétt eftir fæðingu og viku eftir fæðingu. Hún minnir þó konur á að það sé ekki auðvelt að jafna sig. 

Hún minnist þess hvernig henni leið eftir að hún eignaðist sitt fyrsta barn og hversu blaut á bak við eyrun hún var fyrir komu sonarins. Hún sveif ekki bara um á bleiku skýi með eiginmanni og barni eins og hún hafði ímyndað sér. 

„Samdrættir, brunatilfinning sem fylgir því að fæða barnið, saumar eftir að hafa rifnað, gyllinæð, tómleikatilfinningin í maganum eftir að þú lítur enn út fyrir að vera gengin 30 vikur þegar þú gengur út af spítalanum,“ skrifar Kristbjörg og heldur upptalningunni áfram. Svefnlausar nætur, hormónar, brjóstagjöf og svo margt fleira gerir lífið með nýfætt barn ekki einfalt. 

„Ég held að þetta sé eitthvað sem við tölum ekki mikið um og mörgum konum finnst þær vera einar á þessum tíma af því að þetta virðist vera eitthvað sem konur skammast sín fyrir að tala um. Mér leið að minnsta kosti þannig. 

Við erum allar mismunandi og við upplifum þetta allar á mismunandi hátt en ég held að við getum allar verið sammála um að jafnvel þó að fæðingin og vikurnar á eftir séu ekki heillandi er hin hliðin sú að þetta er það ótrúlegasta sem við fáum að upplifa og eru forréttindi sem ég er mjög þakklát fyrir. 

Við konur erum ótrúlegar,“ skrifar Kristbjörg. 

View this post on Instagram

I have said it before and I’ll say it again... How amazing is the womens body?!? _ Not only that we are able to grow a little human inside us but also the recovery after giving birth, that’s no walk in the park!! _ I remember after having Oliver how clueless I was about giving birth and the first weeks after. I thought I would literally be on cloud nine with my baby and my husband taking it all in our stride and enjoying every minute of it.... Well, Little did I know .. _ Contractions, the burn feeling pushing the baby out, stitches after tearing, hemorrhoids, the emptiness feeling in your tummy after, the fact you still look 30 weeks pregnant walking out of the hospital. Many sleepless nights, hormones all over the place, the baby blues not to mention breastfeeding ! Sore boobs - it’s a real thing!! _ I think that is something we dont talk about a lot and I think a lot of women feel a little bit alone during that time because it seems to be something to be ashamed to talk about. At least I felt like that. _ We are all different and we all experience it in a different way but I think we can all agree that even though giving birth and the weeks after might not be the most glamorous thing BUT on the flip side it is the most amazing thing that we are able to experience and a privilege 🙏🏼 and I am truly grateful _ Us women are simply amazing!

A post shared by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on Oct 18, 2020 at 8:41am PDT

mbl.is