Fjölnir og Margrét eignuðust son

Fjölnir Þorgeirsson og Margrét Magnúsdóttir eignuðust son á dögunum. Þessi …
Fjölnir Þorgeirsson og Margrét Magnúsdóttir eignuðust son á dögunum. Þessi mynd var tekin af þeim á árshátíð RÚV árið 2017.

At­hafnamaður­inn Fjöln­ir Þor­geirs­son og unn­usta hans, Mar­grét Magnús­dótt­ir lög­fræðing­ur hjá RÚV, eignuðust son hinn 13. október. Fjölnir greindi frá komu barnsins á Instagram. 

„Yndislegi sonur okkar kom í heiminn 13. október og allt gekk vonum framar og erum við óendanlega þakklát frábæru læknateymi Landspítalans og erum við í skýjunum með drenginn okkar,“ skrifaði Fjölnir sem greindi einnig frá því að sonurinn hefði verið  3.072 grömm og 48 sentímetrar. 

Barnavefur mbl.is óskar Fjölni og Margréti til hamingju með soninn. 

mbl.is