Paltrow hrósar dótturinni

Mægðurnar Apple Martin og Gwyneth Paltrow.
Mægðurnar Apple Martin og Gwyneth Paltrow. Samsett mynd

Leikkonan Gwyneth Paltrow segist afar stolt af Apple dóttur sinni. Hún sé afar meðvituð um jafnrétti kynjanna. 

„Þegar þessar stelpur koma út á vinnumarkaðinn munu þær ekki láta þetta yfir sig ganga. Þegar ég sé dóttur mína og vinkonur hennar er ljóst að þær hafa valdið. Þær vita að þær hafa rétt á að gera tilkall til þess sem þær vilja og það er gott,“ segir Paltrow í viðtali við Adobe Max.

View this post on Instagram

Summer with my 🍎

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Jul 18, 2020 at 9:12am PDTmbl.is