Stjörnur sem hafa ættleitt börn

Jamie Lee Curtis, Angelina Jolie og Hugh Jackman hafa öll …
Jamie Lee Curtis, Angelina Jolie og Hugh Jackman hafa öll ættleitt börn. Samsett mynd

Margar stórstjörnur eru líka með stórt hjarta og þótt þau hafi eignast sín börn líffræðilega hafa margar stjörnur líka ættleitt börn. Þá hafa margar stjörnur líka glímt við ófrjósemi eða önnur vandræði sem hafa komið í veg fyrir að þau eignist börn.

Tónlistarkonan Sia ættleiddi til dæmis á síðasta ári tvo unglingsdrengi sem voru á fósturheimili. Synir hennar voru 18 ára þegar hún ættleiddi þá og áttu þar af leiðandi ekki rétt á að vera lengur í fósturbarnakerfinu í Bandaríkjunum. 

Barbara Walters
Barbara Walters AFP

Sjónvarpsstjarnan Barbara Walters missti fóstur þrisvar sinnum á 7. áratug síðustu aldar og ákvað í kjölfarið að ættleiða dótturina Jackie Dena.

Mia Farrow.
Mia Farrow. AFP

Leikkonan Mia Farrow gekk með fjögur börn en hún ættleiddi einnig sjö börn, þau Soon-Yi, Summar, Moses, Dylan, Isaiah, Quincy og Frankie. 

Leikkonan Michelle Pfeiffer.
Leikkonan Michelle Pfeiffer. AFP

Leikkonan Michelle Pfeiffer ættleiddi dótturina Claudiu Rose árið 1993, áður en hún kynntist eiginmanni sínum David E. Kelly. Pfeiffer og Kelly eignuðust svo soninn John árið 1994.

Rosie O'Donnell.
Rosie O'Donnell. AFP

Leikkonan Rosie O'Donnell eignaðist dótturina Vivienne Rose með tæknifrjógvun en ákvað seinna að ættleiða fjögur börn. Í dag á hún Parker Jaern, Chelsea Belle, Blake Christopher og Dakota.

Jamie Lee Curtis.
Jamie Lee Curtis. AFP

Leikkonan Jamie Lee Curtis og eiginmaður hennar Christopher Guest ættleiddu tvö börn, þau Annie og Tom. 

Hugh Jackman.
Hugh Jackman. AFP

Leikarinn Hugh Jackman og eiginkona hans Deborra-Lee Furness misstu tvö fóstur áður en þau ákváðu að ættleiða. Í dag eiga þau tvö ættleidd börn, þau Oscar og Övu.

Angelina Jolie.
Angelina Jolie. AFP

Angelina Jolie og Brad Pitt ættleiddu þrjú börn, þau Maddox, Pax og Zahara, áður en þau eignuðust þrjú börn saman. 

mbl.is