Fannst brjóstagjöfin kvíðavaldandi

Chrissy Teigen.
Chrissy Teigen. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen rifjaði upp á dögunum hversu illa henni leið að geta ekki framleitt næga brjóstamjólk handa börnum sínum tveimur. Hún segist hafa skammast sín fyrir að þurfa að gefa þeim pela. 

Teigen á tvö börn með eiginmanni sínum John Legend. „Ókei, ég ætla að segja eitt og ég veit að þið eigið eftir að gera stórmál úr þessu: normalíserum þurrmjólk. Ég skammaðist mín fyrir að nota pela því ég framleiddi ekki næga mjólk vegna þunglyndis,“ sagði Teigen. 

Teigen hefur opnað sig um það áður að hún fékk mikið fæðingarþunglyndi eftir að hún eignaðist börn sín. 

„Fólk fær staðgöngumóður, fólk á erfitt með að vera með börnin sín á brjósti og það eina sem stressaðar nýbakaðar mæður heyra er að brjóstamjólk sé best. Normalísering á brjóstagjöf er frábær. Normalísering á mjólkurblöndu er líka frábær!“ skrifaði Teigen á Twitter.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert