Sökuð um tvískinnungshátt í uppeldinu

Kylie Jenner með Stormi dóttur sína.
Kylie Jenner með Stormi dóttur sína. Sksjáskot/Instagram

Raunveruleikaþáttastjarnan Kylie Jenner er sökuð um tvískinnungshátt í uppeldi dóttur sinnar sem verður þriggja ára á næsta ári. Jenner birti mynd af dóttur sinni styðja góðgerðarverkefni föður síns en stuttu áður birtist sú stutta á samfélagsmiðlum með fokdýra tösku frá Prada. 

Stormi að hjálpa til við góðgerðarverkefni föður síns fyrir jól.
Stormi að hjálpa til við góðgerðarverkefni föður síns fyrir jól. Skjáskot/Instagram

Rétt fyrir jól birti Jenner myndir af hinni krúttlegu dóttur sinni með litla bláa tösku. Taskan er metin á 1.390 bandaríkjadali að því er fram kemur á vef The Sun eða tæplega 180 þúsund íslenskar krónur. 

Á sama tíma hjálpaði litla stúlkan til við góðgerðarverkefni föður síns. Faðir hennar, rapparinn Travis Scott, gaf þúsund börnum í þremur mismunandi skólum tvö þúsund leikföng auk matargjafa. Hann gaf einnig heimilisvörur, jólatré, sængur, skó og vörur til að verjast smitum. 

Jenner er vön að birta myndir af dóttur sinni með lúxusvörur enda skortir ekkert á heimili Jenner. Hún hagnaðist um 590 millj­ón­ir banda­ríkja­dala fyr­ir skatt á ár­inu en hún seldi 51% hlut í snyrti­vöru­fyr­ir­tæki sínu Kylie Cos­metics og var launahæsta stjarnan árið 2020 á lista Forbes.

View this post on Instagram

A post shared by Kylie 🤍 (@kyliejenner)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert