Sonur Thelmu og Kristins kominn í heiminn

Thelma og Kristinn eignuðust son.
Thelma og Kristinn eignuðust son. Ljósmynd/Instagram

Áhrifavaldurinn Thelma Guðmundsen og kærasti hennar Kristinn Logi Sigmarsson eignuðust son sunnudaginn 3. janúar. Drengurinn litli kom í heiminn á settum degi. 

Thelma greinir frá gleðifréttunum á Instagram. Þetta er fyrsta barn þeirra Thelmu og Kristins saman. 

Strákurinn okkar kom í heiminn á sunnudaginn 3. janúar kl. 6:42, daginn fyrir settan dag •4.434 g •55 cm •tæplega 18 merkur. Við erum í skýjunum yfir þessum flotta, stóra og fullkomna strák okkar og erum nú að eyða dögunum að njóta þess að vera saman og kynnast sem fjölskylda,“ skrifar Thelma. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is