Földu meðgönguna í heimsfaraldrinum

Chrysti Ane og Ryan Guzman héldu meðgöngunni leyndri.
Chrysti Ane og Ryan Guzman héldu meðgöngunni leyndri. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Ryan Guzman og eiginkona hans Chrysti Ane ákváðu segja ekki neinum frá því að þau ættu von á barni. Þau eignuðust litla stúlku hinn 7. janúar og komu mörgum á óvart. 

Litla stúlkan, sem fengið hefur nafnið Genevieve Valentina, er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau soninn Mateo.

„Ég er búin að vera ólétt eiginlega allan tímann sem heimsfaraldurinn hefur geisað. Við buðum litlu dömuna okkar Genevieve Valentinu velkomna í heiminn klukkan 3:50 í dag. Við Ry ákváðum að vera smá sjálfselsk í þetta skiptið og halda þessu ferðalagi bara fyrir okkur. Ég er svo fegin að við gerðum það. Þetta var einstakt,“ skrifaði Ane í færslu á Instagram. 

mbl.is