Naut þess að vera ólétt og gekk um nakin

Halle Berry.
Halle Berry. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry á tvö börn sem eru 12 og sjö ára. Hún lýsti meðgöngunum í þætti sín­um á In­sta­gram, Bad & Boos­hy. Berry og vin­kona henn­ar, stílist­inn Lindsay Flor­es, áttu mjög ólíkar meðgöngur. 

„Mér leið eins og ég væri kynþokkafull á hverjum einasta degi á báðum meðgöngunum,“ sagði Berry við bestu vinkonu sína á Instagram. „Ég gekk um nakin og var bara: „Sko, sjáið þetta. Oh, horfið á þetta.““ 

Vinkona Berry lýsti því síðan að leikkonan hefði sagt sér að meðganga væri það besta sem hún hefði upplifað. Meðgöngur eru hins vegar eins misjafnar og börn eru mörg. Upplifun Flores var algjör andstæða upplifunar Berry. 

„Ég upplifði ekkert af þessu,“ sagði Flores. „Ég var feit, ég var veik, mér var illt í bakinu, mig verkjaði í rassinn, ooo mígrenið!“

View this post on Instagram

A post shared by Halle Berry (@halleberry)

mbl.is