Fluttur út en fær að hitta börnin

Hjónin Kim Kardashian og Kanye West.
Hjónin Kim Kardashian og Kanye West. AFP

Hjónaband raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian og tónlistarmannsins Kanyes Wests er á lokametrunum. West er fluttur út af heimili fjölskyldunnar en ætlar ekki að hætta að hitta börnin fjögur sem hann á með stjörnunni. 

„Hann vill enn vera hluti af lífi barnanna og Kim myndi aldrei koma í veg fyrir það,“ sagði heimildarmaður E!. 

Annar heimildarmaður upplýsti að West væri fluttur út en hjónin eiga saman risastórt hönnunarhús sem líkist einna helst safni. „Hann býr ekki lengur í húsinu með Kim og börnunum. Hann hittir börnin annars staðar þegar hann hittir þau,“ sagði heimildarmaðurinn en West ku mega hitta börnin sín fjögur þegar hann kýs.

Kardashian líður eins og hún sé búin að skilja en hjónin eru þó enn gift og á eftir að ganga frá skilnaðinum. Hvorugt þeirra er að flýta sér í skilnaðarferlinu og er Kardashian sögð leggja mikið upp úr því að börnin komi vel út úr skilnaðinum.

Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn.
Kanye West og Kim Kardashian eiga fjögur börn. Skjáskot/Instagram
mbl.is