Á von á barni með milljónamæringnum

Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Christine Quinn á von á sínu fyrsta …
Fasteignasalinn og raunveruleikastjarnan Christine Quinn á von á sínu fyrsta barni. Skjáskot/Instagram

Selling Sunset-stjarnan Christine Quinn á von á barni með eiginmanni sínum Christian Richard. Þetta er fyrsta barn hjónanna saman. 

Quinn opnaði sig um óléttuna í viðtali við People þar sem hún sagðist vera mjög spennt fyrir þessum nýja kafla í lífi sínu. Hún sagði að barnið væri algjör næturugla og hreyfði sig mikið á nóttunni. Þá bætti hún við að hún væri sjúk í ferska ávexti, pítsu frá Pizza Hut og Dr. Pepper á meðgöngunni hingað til. 

Quinn og Richards gengu í það heilaga 15. desember 2019 en brúðkaupið var sýnt í lokaþætti 3. seríu Selling Sunset. Þau kynntust í gegnum fasteignabransann þegar hún var að hjálpa honum að finna draumahúsið sitt. 

Eiginmaður hennar er frumkvöðull í tækniheiminum og hefur gefið út ýmsan hugbúnað. Hann fann upp einn fyrsta hugbúnaðinn fyrir veitingastaði til að selja mat í gegnum netið en seldi einkaleyfið að hugbúnaðinum fyrir dágóða summu árið 2017. Eignir hans eru metnar á um 20 milljónir bandaríkjadala. 

mbl.is