Búinn að kynna nýju kærustuna fyrir börnunum

Scott Disick og Amelia Hamlin.
Scott Disick og Amelia Hamlin. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Scott Disick og Amelia Hamlin eru búin að stíga stór skref í sambandi sínu, en um helgina fóru þau út að borða með börnunum hans. Disick og Hamlin eru stödd í Miami í Flórída um þessar mundir. 

Hið nýja par sást fara saman út að borða á Sugar Factory á laugardagskvöldið og með voru börnin hans þrjú. Disick á þau Mason, 11 ára, Penelope 9 ára og Reign 6 ára með fyrrverandi kæurstu sinni Kourtney Kardashian. 

Þetta var þó ekki í fyrsta skipti sem Hamlin hitti börn Disicks en þau sáust fyrst saman daginn áður. 

Disick og Hamlin hafa verið saman síðan í október á síðasta ári en aldrei staðfest ástarsamband sitt fyrr en á Valentínusardaginn síðastliðinn. 

mbl.is