Dætur Kidman alveg eins og pabbi þeirra

Kieth Urban, Faith, Nicole Kidman og Sunday.
Kieth Urban, Faith, Nicole Kidman og Sunday. Skjáskot/Youtube

Stjörnuhjónin Nicole Kidman og Keith Urban mættu á fjarhátíð Golden Globe-verðlaunanna á sunnudaginn. Með þeim í sófanum heima hjá þeim voru dætur þeirra þær Sunday sem er 12 ára og Faith sem er tíu ára. 

„The Undoing var kynþokkafull og dramatísk ráðgáta þar sem kápa Nicole Kidman var grunuð um að myrða hárkolluna hennar,“ grínuðust kynnarnir Tina Fay og Amy Poehler. Því næst var klippt yfir á fjölskyldu Kidman þar sem þær Faith og Sunday sátu prúðar í hvítum kjólum við hlið foreldra sinna. 

Kidman og Urban eru dugleg að halda börnum sínum utan sviðsljóssins. Aðdáendur þeirra glöddust því þegar myndavélinni var beint að dætrunum en stúlkurnar þykja sérstaklega líkar föður sínum. Sérstaklega sú eldri sem var með eins hárgreiðslu og pabbi hennar. 

mbl.is